Sólmyrkvinn sást mjög vel í Vestmannaeyjum og kom fjöldi fólks saman austur á Haugum til að fylgjast með þessu sjónarspili sólar og tungls. Davíð Guðmundsson hjá Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja var mættur með stjörnukíki og nýttu margir tækifærið sjá undrið í meiri nálægð. Myndbandið hér að neðan gerði Sighvatur Jónsson sýnir það á 20 sekúndum það sem gerðist á 90 mínútum.