Nýjasti liðsmaður KFS í fótboltanum, brekkusöngvarinn Ingó Veðurguð, verður í Höllinni í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Veðurguðunum. Árshátíð Hressó fer fram í kvöld í Höllinni og þar er alltaf mikið stuð og stemning. Eftir miðnætti er síðan okkur hinum hleypt inn og þá fer nú aldeilis að færast fjör í leikinn ;D). Húsið opnar á miðnætti fyrir almennan dansleik og aðgangseyrir er 2.500,- Ingó sló í gegn á árshátíð Icelandair um síðustu helgi og gerða gjörsamlega allt vitlaust og án efa hefur hann selt þó nokkra �?jóðhátíðarmiða fyrir ÍBV það kvöldið. Myndin sem fylgir fréttinni er af Ingó á sviðinu í Laugardalshöll um síðustu helgi á árshátíð Icelandair.