Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn svaraði bókun minnihluta E-listans um sparnaðaráform í rekstri bæjarins eftirfarandi: �??Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent fulltrúum E-lista á að gjaldtaka á heimili í Vestmannaeyjum er ekki keppikefli í rekstri sveitarfélagsins. �?vert á móti vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kappkosta að hagræða eins og kostur er og hlífa þannig heimilum í Vestmannaeyjum við gjaldtöku umfram það sem nauðsynlegt er. Á árinu 2014 skilaði lækkað útsvar um 70 milljónum sem verða eftir hjá heimilum. �?að er búbót svo um munar.
Fullyrðingar um að hagræðingaaðgerðir falli að stórum hluta á málefni fatlaðra og ungs fólks eru hreinlega ósannar. Langstærstu hagræðingaraðgerðirnar eru í rekstri stjórnsýslu. �?ær hagræðingar sem E-listi hefur fordæmt mest eru fólgnar í auknum tekjum verndaðs vinnustaðar og samningum við Endurvinnsluna þar að lútandi.
Hvað varðar fulllyrðingar E-lista um áhrif lækkaðs útsvars á jöfnunarsjóð þá óska bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að E-listinn leggi fram útreikninga sem styðja þá fullyrðingu á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks geta ekki lofað því að útsvar verði áfram jafn lágt og nú er. �?eir geta heldur ekki lofað því að fasteignaskattar verði ekki hækkaðir. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta hins vegar lofað því að þeir munu áfram standa í vegi fyrir því að E-listinn seilist eins langt í vasa bæjarbúa og tillögur þeirra gera ráð fyrir.�??
Undir þetta riga Hildur S. Sigurðardóttir, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson, Trausti Hjaltason og Birna �?órsdóttir.