Eyjamenn lögðu upp í mikið ferðalag síðastliðna helgi þegar þeir mættu Akureyri á laugardaginn. Fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik en liðin eru í 6. og 7. sæti Olísdeildar karla. ÍBV mættu ekki til leiks á fyrstu mínútunum og skotnýtingin ekki góð.
Akureyri náði mest fimm marka forystu í fyrrihálfeik en ÍBV náði þá góðum kafla og skoruðu næstu þrjú mörk og náðu aðeins að saxa á forskot heimamanna. Staðan í hálfleik var 13-9, Akureyri í vil.
Í síðari háfleik náðu Eyjamenn að vinna hægt og rólega niður forskot norðanmanna, Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins og þá var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust Eyjamenn ekki. Hreiðar Levý, fyrrverandi landsliðsmarkmaður Íslands reyndist ÍBV erfiður og varði meðal annars þrjú vítaköst. Lokatölur leiksins voru 25-19 og voru Akureyringar mun betra liðið í leiknum.
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Vísi.is að hann væri ekki ánægður með standið á liðinu. “�?g er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu.”
Síðan ÍBV varð bikarmeistari hefur liðið aðeins fengið þrjú stig af átta mögulegum sem er ekki nógu gott. Stutt er eftir að deildarkeppninni og þá tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að leikurliðsins þarf að lagast ef liðið ætlar sér að ná langt í úrslitakeppninni.
ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 23 stig en Akureyri situr í sætinu fyrir neðan með janfmörg stig.
Mörk ÍBV skoruðu þeir: Magnús Stefánsson 5, Einar Sverrisson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Hákon Daði Styrmisson 1, Guðni Ingvarsson 1, Brynjar Karl �?skarsson 1 og Grétar �?ór Eyþórsson 1.