Í tilkynningu frá Sigurði Áss forstöðumanni siglingarsviðs Vegagerðarinnar hefst dýpkun í Landeyjahöfn um leið og veður gefur og útlit er fyrir að unnt verði að dýpka það mikið að nægjanlegt dýpi næst fyrir Herjólf. Hann tekur fram að tíminn sem það taki að dýpka fyrir Herjólf sé mjög háður veðri og sé því erfitt að segja til um það hversu langan tíma það taki að fá nægjanlegt dýpi. Mælt var í síðustu viku og er dýpið svipað og það hefur verið undanfarið nema hvað dýpi er meira fyrir utan hafnarmynnið.