Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og fá útköll á öldurhúsin.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit á karlmanni á fertugsaldri fundust smáræði af kannabisefnum. Viðurkenndi maðurinn að vera eigandi efnisins og hafa ætlað þau til eigin nota. Málið telst að mestu upplýst.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. �?á liggja fyrir fjórar aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum og má þar nefna akstur án þess að hafa öryggisbelti spennt, notkun farsíma án handfrjálsbúnaðar við akstur og ólöglega lagningu ökutækja.