ÍBV tekur á móti Aftureldingu í kvöld klukkan 18:00. Strákunum hefur ekki gengið nógu vel í síðustu leikjum og hafa aðeins innbyrt þrjú stig úr síðustu fjórum leikjum. Leikurinn í kvöld er því afar mikilvægur uppá framhaldið en nú eru aðeins nokkrir leikir eftir af Olís-deildinni og þá tekur úrslitakeppninn við.