Stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja (SV) á nú í viðræðum við Lands­bank­ann um samruna. Viðræðurn­ar halda áfram í dag að því er kemur fram á mbl.is. Eins og komið hefur fram gaf
Fjár­mála­eft­ir­litið gaf stjórn SV frest til kl. 16.00 í gær til að koma með áætl­un um hvernig styrkja mætti eig­in­fjár­grunn spari­sjóðsins. Tals­menn SV mættu með þrjár til­lög­ur.
Sú fyrsta gekk út á að bæta eig­in­fjár­stöðu sjóðsins meðal ann­ars með aðkomu er­lends eign­ar­halds. Hún var ekki tal­in áreiðan­leg og var því hafnað af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. �?á var lögð fram til­laga um að ganga til samn­inga við Lands­bank­ann um samruna og er nú unnið eft­ir henni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.
�?eir sem lögðu sjóðnum lið í Vestmannaeyjum við endurreisnina 2010 finnst þeir sniðgengnir og munu kannna sína stöðu. Eru þeir m.a. ósáttir við að hafa ekki fengið að koma að ferlinu á meðan Landabankanum var hleypt inn og fékk að skoða hvað ef í pakkanum þar sem Sparisjóður Vestmannaeyja er annars vegar.