Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 38-37. Leikurinn var gríðarlega hraður og staðan var 11-11 eftir aðeins 16. mínútna leik. Leikplan kvöldsins var að keyra hraða miðju og virkaði það vel hjá báðum liðum. Staðan í hálfleik var 18-19 fyrir HK.
Síðari hálfleikur hófst af sama krafti og sá fyrri, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. �?egar korter var eftir af leiknum komust Eyjamenn í 29-27 en HK-ingar voru alltaf vel inní leiknum og leiddu leikinn framanaf. Guðni Már Kristinsson tryggði svo HK sigurinn í lokasókn þeirra og lokatölur 37-38 í miklum markaleik.
Mörk ÍBV skoruðu þeir: Theodór Sigurbjörnsson 7, Einar Sverrisson 6, Andri Heimir Friðriksson 6, Bergvin Haraldsson 5, Hákon Daði Styrmisson 4, Grétar �?ór Eyþórsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Guðni Ingvarsson 1 og Dagur Arnarsson 1.
Nánar verður fjallað um leikinn í næsta tölublaði Eyjafrétta.