Fyrsta merkið um að Landsbankinn er tekinn við á Bárustígnum er að nú hefur fáni bankans verið dreginn að húni. Næsta skref er að sameina tölvukerfi og færa Sparisjóðinn inn í kerfi Landsbankans. �??Dagskipunin er kannski fyrst og fremst sú að viðskiptavinurinn verði ekki fyrir truflun. Við flýtum okkur hægt og undirbúum hvert skref þannig að viðskiptavinir verði sem minnst varir við að breytinguna. Smámsaman munu þeir þó finna fyrir henni, m.a. þegar þeir fara að nota netbankann okkar sem er mjög öflugur og var valinn besti þjónustuvefur á Íslandi í byrjun árs. Fyrir starfsfólkið verður meginverkefnið að samþætta vinnulag og venjast nýju tækniumhverfi. �?etta er hins vegar reynt fólk svo ég efast ekki um að þetta gangi allt mjög vel.�??
�?etta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans í Eyjafréttum á morgun.