�?að eru fleiri en Eyjamenn sem eru ósáttir við framgöngu Fjármálaeftirlitsins í málum Sparisjóðs Vestmannaeyja. Finnst, eins og Eyjamönnum að fresturinn hafi verið of stuttur til að koma að endurfjármögnun sjóðsins eða gera raunhæft kauptilboð í hann.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er ekki mikil ánægja hjá stjórnendum Arion banka sem gerði tilboð um að kaupa Sparisjóðinn. Gengið var framhjá tilboði þeirra án þess að við þá væri rætt. Hugur hafi svo sannarlega fylgt máli en málið hafi verið stærra en það að hægt væri að leggja fram fullbúið kauptilboð á nokkrum klukkutímum. Hugsunin hafi verið að láta vita af sér og fá svo tíma til að leggja fram fullnaðartilboð.
Vestmannaeyjar eru ákjósanlegur kostur fyrir bankastarfsemi með um 13 prósent af öllum fiskveiðiheimildum landsmanna. �?etta vita þeir hjá Arion banka og hafa lengi horft til Eyja. Og það gera þeir enn því í blaðinu í dag má sjá auglýsingu þar sem þeir þreifa fyrir sér eftir húsnæði fyrir útibú í Eyjum. �??Við ætlum ekki að sitja hjá aðgerðalausir. Við eigum þegar marga góða viðskiptavini í Vestmannaeyjum og viljum þjónusta þá betur og ná í fleiri,�?? sagði upplýsingafulltrúi bankans sem blaðið ræddi við í gær. Starfsmaður eignaumsýslu Arion banka verður á skrifstofu Eyjafrétta í dag miðvikudag þar sem hann mun veita áhugasömum nánari upplýsingar um þær kröfur sem eru gerðar til húsnæðisins. �??En sem komið er eru þetta eingöngu þreifingar en við viljum sjá hvaða húsnæði er í boði.�??