ÍBV og Haukar mættust í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar kvenna í dag þar sem ÍBV hafði betur 30-24. Sigur ÍBV var nokkuð öruggur og voru þær vel að honum komnar.
ÍBV byrjaði leikinn af krafti og keyrðu yfir Haukana á fyrstu mínútum leiksins og var staðan orðin 6-1 eftir 5. mínútna leik. Haukarnir voru ekki að finna sig og gekk lítið upp, eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Anna Lillian �?rastardóttir í liði Hauka að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá komin í hraðaupphlaup og Anna keyrði inn í hliðina á henni og fékk verðskuldað rautt spjald. Á þessum tímapunkti virtist ekkert ganga upp hjá Haukum og Eyjastúlkur gengu á lagið með Ester �?skarsdóttir í fararbroddi. Hún skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og Eyjastúlkur komnar átta mörkum yfir.
Haukarnir neituðu þó aldrei að gefast upp og komu aðeins til baka og staðan í hálfleik var 19-15 en lítið var um markvörslu í báðum liðum. Síðari hálfleikur var kaflaskiptur, Haukarnir voru mun ákveðnari en í fyrri hálfleik og náðu strax að minnka muninn í þrjú mörk, þá kom góður kafli hjá ÍBV en Haukarnir gáfu náðu ekki að minnka muninn meira en niður í þrjú mörk. Eyjastúlkur voru að spila mjög vel í dag og hefði sigurinn getað orðið mun stærri en sex marka sigur var staðreyndin, 30-24.
Ester �?skarsdóttir átti frábæran leik fyrir ÍBV og skoraði þrettán mörk. Stelpurnar voru flestar að spila mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum, en mikil batamerki hafa verið á liðinu eftir erfiða byrjun eftir áramót.
Liðin mætast aftur að Ásvöllum næstkomandi miðvikudag, með sigri getur ÍBV tryggt sér sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratittilinn en sigri Haukar verður hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram næstkomandi laugardag í Eyjum.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Ester �?skarsdóttir 13, Díana Dögg Magnúsdóttir 6, Vera Lopes 4, Drífa �?orvaldsdóttir 2, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2, Arna �?yrí �?lafsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1 og Elín Anna Baldursdóttir 1.