Ákveðið hefur verið að hið nýja skip sem Vinnslustöðin er að láta smíða fyrir sig í Kína, fái nafnið Breki. Einnig mun skipið bera umdæmisnúmerið VE 61.
Skipsnafnið Breki á langa og farsæla sögu í Vestmannaeyjum og tengist það líka sögu Vinnslustöðvarinnar sterkum böndum en togarinn Breki sem lengi var í eigu Vinnslustöðvarinnar var landsþekkt aflaskip.