Íslands- og bikarmeistarar ÍBV ná ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir tap gegn Aftureldingu 21-22 í 8-liða úrslitum Olísdeildarinnar.
ÍBV byrjaði leikinn af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins, Einar Andri, þjálfari Aftureldingar tók þá leikhlé til að stöðva framgöngu Eyjamanna. Afturelding náði ekki að skora fyrr en eftir 10. mínútna leik. Afturelding náði hægt og rólega að saxa á forskot Eyjamanna þegar á leið en Eyjamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan Aftureldingu og staðan í hálfleik var 11-10.
Kolbeinn Aron, markmaður ÍBV var frábær í leiknum og byrjaði síðari hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri en hann varði fyrstu þrjú skot Aftureldingar. Lítið var um mörk í leiknum enda varnir liðanna að standa vel fyrir sínu. Afturelding náði hægt og rólega yfirhöndinni og þegar korter var eftir af leiknum var staðan 14-17 Afureldingu í vil.
Sama staða kom upp í leiknum líkt og í síðasta leik liðanna að gestaliðið var með tveggja marka forskot þegar mínúta eftir. Andri Heimir minnkaði muninn fyrir ÍBV og Afturelding fór í sókn.
Guðni Ingvarsson var hársbreidd frá því að stela boltanum af Erni Inga Bjarkasyni en �?rn Ingi náði að bjarga málunum og Afturelding hélt boltanum út leikinn og sigraði 21-22.
ÍBV eru því komnir í sumarfrí og Gunnar Magnússon hefur stjórnað sínu síðasta leik í bili fyrir ÍBV.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Andri Heimir Friðriksson 6, Theodór Sigurbjörnsson 5, Guðni Ingvarsson 3, Einar Sverrisson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Dagur Arnarsson 1 og Grétar �?ór Eyþórsson 1