�?eim sem tekst að standast þolraun; komast í gegnum erfiða lífsreynslu eða lifa af óhugnanlegar hremmingar er gjarnan lýst sem aðdáunarverðum manneskjum, hugdjörfum og styrkum og sumir tala jafnvel um hetjur. Manneskjur sem lifðu eitthvað af, eitthvað sem engan langar til að upplifa. �?að er auðvelt að finna til með þeim en mikilvægast er að hlusta á sögu þeirra, sýna þeim stuðning og veita þeim þá aðstoð sem þörf er á.
Sá eða sú sem þolað hefur ofbeldi af einhverju tagi á erfitt með að festa eitt orð á þann tíma sem fer í hönd, þegar loksins er leyst frá skjóðunni. Eftir að sagan er sögð og atburðum er deilt með öðrum. Kvíðinn, skömmin, reiðin, hatrið, sorgin, óvissan og léttirinn í bland við gleðina og stoltið. Loksins er tekist á við allan skalann af tilfinningum og manneskjan finnur hvað það er gott og hvað það er um leið ólýsanlega sárt. Einhverjir tala um berskjöldun. �?að þarf aldeilis að taka til hendinni eftir svona opinberun. �?ú spyrð alls kyns spurninga. �?ig langar jafnvel til að fá að vita af hverju þú þurftir að þola ofbeldið eða hvort þú munir ekki örugglega sjá til sólar aftur. �?ú færð svör við fjölmörgum spurningum því þú ert ekki eini þolandinn. �?að búa því miður of margir yfir svipaðri reynslu og þú. Og þú sem hélst svo lengi að þú værir ein(n). �?að er visst haldreipi í því að vita að maður er ekki einn.
Hægt og rólega er greitt úr tilfinningalegu flækjunni, stoppistöðin sem þú ert búin(n) að vera kyrr á allt of lengi breytist í biðstöð. �?ú rétt staldrar við áður en þú tekur af stað aftur. �?ví það er ekkert þar lengur sem tefur þig. Svo kemur að því að þú staldrar varla við, ferð framhjá eins og ekkert sé. �?ví þú heldur áfram með líf þitt. Sárið sem þú hélst að gæti aldrei gróið, grær og eftir stendur örið sem minnir þig á þolraunina. �?ú lifðir af sálarstríð. Einhverjir tala jafnvel um morðtilraun. �?ú þoldir ofbeldið og annar aðili beitti því. Aðili sem sem býr ekki svo vel að hafa þróað með sér heilbrigt siðferði og sjálfstjórn tilfinninga. Aðili sem hefði jafnvel þurft að fá aðstoð við hæfi strax í æsku. Við getum farið svo langt og sagt að fagstéttir sem vinna að málefnum barna og ungmenna hafi brugðist. Við getum líka farið svo langt og sagt að lög í landinu verndi fremur friðhelgi einkalífsins en þá sem búa inni á heimilunum. Við getum líka reynt að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll ofbeldisverk.
Í dag breyta þessar vangaveltur hins vegar engu fyrir þig, því þú hefur þegar orðið fyrir ofbeldi. Og þá reynslu situr þú uppi með og hana á enginn að efast um, draga úr eða þagga niður. �?ví það að komast í gegnum þessa reynslu gerir þig að aðdáunarverðri, styrkri og hugdjarfri manneskju. Ekki fórnarlambi. Skilgreiningin á fórnarlambi á engan veginn heima í orðræðunni um þig. Sannarlega þurftir þú að þola ofbeldi en í dag ertu ekki fórnarlamb. Og þá orðræðu þarf samfélagið að tileinka sér með þér. �?að færi jafnvel betur að færa orðræðuna um fórnarlömb yfir á gerendur. �?eim er vorkunn að hafa ekki fengið hjálp við hæfi á sínum tíma. �?olendur þurfa hins vegar stuðning og byr undir vængina sem þeir þurfa sjálfir að smíða upp á nýtt með alls kyns verkfærum. �?eir þurfa klapp á bakið við það verk, eyru sem vilja hlusta, axlir sem taka á móti tárum, faðmlag sem veitir öryggi og hlýju. Jafnvel orðu fyrir þrekvirkið. En ekki vorkunn. �?ví við erum ekki fórnarlömb.
Ester Helga Líneyjardóttir
náms- og kennslufræðingur (M.Ed)
og uppeldis- og menntunarfræðingur (M.A).