Kaffistofur bæjarins hafa velt því mikið fyrir sér hverjir munu koma til með að taka við kvenna- og karlaliði ÍBV í handbolta en Gunnar Magnússon, Jón Gunnlaugur Viggóson og Svavar Vignisson munu allir láta af þjálfun þegar tímabilið er á enda.
Mörg nöfn hafa verið nefnd í þessu samhengi, nöfn þeirra Hrafnhildar Skúladóttur og Arons Kristjánssonar hafa verið nefnd oftast. Vefmiðlar hafa einnig velt þessu mikið fyrir sér og er sport.is þar fremstur í flokki. �?eir segjast hafa heimildir fyrir því að ÍBV hafi rætt við Aron Kristjánsson í ljósi þess að Gunnar Magnússon er að öllum líkindum á leið til Hauka, en Haukar hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem nýjir þjálfarar verða kynntir.
Í gær birtist þessi slúðurpakki inni á vefsíðunni Sport.is
�??ÍBV hefur rætt við Aron Kristjánsson um að taka við karlaliði félagsins. Enn hefur ekkert verið ákveðið með framhald Arons hjá landsliðinu en ef hann verður þar áfram mun hann ekki taka við ÍBV.
Ef Aron tekur ekki við mun Arnar Pétursson líklega taka við liðinu.
Gunnar Magnússon mun taka við liði Hauka í sumar og verður tilkynnt um ráðningu hans á morgun.
Hrafnhildur Skúladóttir færist nær kvennaliði ÍBV og líklegra en ekki að hún taki við liðinu.�??