ÍBV-íþróttafélag og Eyjablikk hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en Eyjablikk hefur verið einn stærsti styrktaraðili yngri flokka ÍBV síðastliðin tvö ár.
Fyrri samningur tók gildi í byrjun árs 2013 og rann út í lok árs 2014. Nýr samningur tók gildi í byrjun þessa árs og gildir út árið 2016 og á þeim tíma mun Eyjablikk vera einn aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins.
Allir yngri flokkar félagsins verða merktir Eyjablikk á keppnistreyjum eins og undanfarin ár, auk þess sem fatnaður þjálfara mun verða merktur Eyjablikk.
Eyjablikk ehf er blikk og stálsmiðja sem starfar í Vestmannaeyjum. Eyjablikk sinnir öllum þeim verkum sem tilheyra blikksmíði, járnsmíði og jafnvel líka vélsmíði oft á tíðum.