Fyrir fjölskyldu- og tómstundaráði á síðasta fundi lá fyrir tillaga um endurskipulagningu á atvinnumálum fatlaðs fólks með stofnun fjöliðju. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að starfsemi verndaðrar vinnu og dagvistun/hæfing verði sameinuð í einni fjöliðju í húsnæði Kertaverksmiðjunnar.
�?ar verður annars vegar boðið upp á vinnustað þar sem framleiðsla og vinnsla fer fram auk atvinnu með stuðningi, og hins vegar hæfing/dagvistun þar sem einstaklingar með mikla fötlun fá einstaklingsbundna leiðsögn. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að fylgja henni eftir.