Stelpurnar á eldra ári í 4. flokki kvenna mæta Selfossi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á morgun, þriðjudag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Stelpurnar þurfa á öllum stuðningi að halda til að komast áfram í undanúrslitinn. Leikurinn átti að fara fram í dag en ófært var til Eyja og verður leikurinn því á morgun.
Stelpurnar urðu Íslands- og bikarmeistarar í fyrra og ætla að reyna allt sem þær geta til að verja Íslandsmeistaratitilinn. �?ær enduðu í 3. sæti 1. deildar en Selfoss í því sjötta.
ÍBV vann fjóra af sínum sjö heimaleikjum í deildinni, einn heimaleikurinn var þó spilaður á hlutlausum velli. Stelpurnar spiluðu við Selfoss í fyrsta leik tímabilsins og sigruðu þá 29:16. Liðin áttust aftur við 1. apríl en þá lauk leiknum með jafntefli, á Selfossi.
ÍBV og Selfoss áttust einnig við í bikarnum fyrr á leiktíðinni, ÍBV vann þann leik með sex marka mun. Fari ÍBV áfram í undanúrslitin bíður þeirra erfitt verkefni á Akureyri gegn KA/�?ór.
Stuðningur á yngri flokka leikjum ÍBV í gegnum árin og sérstaklega á þessu tímabili hefur verið frábær. Við skulum endilega halda þeim stimpli á okkur og styðja vel við bakið á stelpunum okkar á morgun.