Niðurstaða atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um aðgerðir vegna kjaradeilu við atvinnurekendur liggur nú fyrir. �?átttaka hjá Drífanda stéttarfélagi í Vestmannaeyjum var mjög góð og er niðurstaðan mjög afgerandi, nær allir sem atkvæði greiddu sögðu já. Gerist ekkert í samningamálum hefjast aðgerðir 30. apríl með tímabundnu verkfalli og allsherjarverkfall skellur á þann 26. maí.
Í kosningu um almennan kjarasamning SGS og Samtaka atvinnulífsins voru hjá Drífanda á kjörskrá 553; og greiddu 300 atkvæði eða 54,25 %. Já sögðu 294 eða 98,00 %. Nei sögðu 5 eða 1,67 % og auðir seðlar voru 1 eða 0,33 %. �?gildir seðlar voru 0. Í kosningu um kjarasamning SGS og Samtaka atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi voru á kjörskrá 50 og greiddu 11 atkvæði eða 22 % . Já sögðu 11 eða 100%, nei sögðu 0 eða 0 %, auðir seðlar voru 0 og ógildir seðlar voru 0. Sem sagt afgerandi niðurstaða og vilji félagsmanna mjög skýr.