�??Mér finnst alvarlegt að það sé enn verið að telja Vestmannaeyingum trú um að það sé hægt að halda Landeyjahöfn opinni yfir veturinn,�?? sagði Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar ehf. í samtali við Morgunblaðið í dag. Fyrirtækið annast dýpkun hafnarinnar samkvæmt samningi við Vegagerðina. �??Í fyrra opnuðum við höfnina í byrjun mars en þá var einmunatíð. �?að er ekki til sú aðferð í heiminum sem hefði getað haldið höfninni opinni í vetur. �?á er ég ekki bara að tala um fyrir Herjólf. �?g er líka að tala um nýja ferju. �?arna var 5-6 metra ölduhæð viku eftir viku. Af hverju er ekki komið dæluskip eða aðferð til að halda þessu opnu? �?að er vegna þess að það er ekki til. �?g verð manna fegnastur ef það finnst aðferð til að halda höfninni opinni.�??
Tvö dæluskip biðu í gær færis að komast í Landeyjahöfn, annað í Vestmannaeyjum og hitt í �?orlákshöfn, en ölduhæð var of mikil. �??Dýpið í hafnarmynninu er nú tveir metrar. Skip sem ristir 3,5 metra siglir ekki á tveggja metra dýpi, allra síst í tveggja metra öldu,�?? sagði Gunnlaugur. Hann sagði að dæluskipinu Perlu hefði verið lætt inn í höfnina á flóði fyrir síðustu helgi og var reynt að dæla sandi út fyrir hafnargarð. �?að er líklega fljótlegasta leiðin til að opna höfnina svo stærra sanddæluskip komist þar að. �??Menn ætla að eyða einhverjum milljörðum í smíði á nýjum Herjólfi. Hann mun aldrei geta siglt alla daga í Landeyjahöfn nema með einhverri stórkostlegri breytingu á höfninni,�?? sagði Gunnlaugur. Hann sagði menn hafa reynt að dæla sandi við Landeyjahöfn í miklum straumi og ölduhæð þar sem jafnvel brjóti á rifinu sem verið sé að dýpka. Áhafnirnar á sanddæluskipunum séu venjulegir íslenskir sjómenn en ekki hermenn. �?að séu því takmörk fyrir því við hvaða aðstæður sé forsvaranlegt að láta þá vinna að dýpkun. �??Í mínum huga er það bara mildi að ekki hefur orðið stórslys þarna við þessar aðfarir,�?? sagði Gunnlaugur við Mogunblaðið.