Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins.
Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV ellefta sæti deildarinnar og þar með falli í 1. deild. Liðið hefur verið samfleytt í efstu deild síðan 2009 eftir fall árið 2006. ÍBV var ekki langt frá því að falla í fyrra en liðið endaði í tíunda sæti.
ÍBV hefur fengið nýjan þjálfara, en Jóhannes Harðarson, Skagamaður, er tekinn við stjórn liðsins. Jóhannes spilaði lengi sem atvinnumaður í Hollandi og Noregi og tók við liði Flekkeröy eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann er reyndur þjálfari þó hann hafi ekki stýrt liði í Pepsi-deildinni áður.
Á myndinni eru það byrjunarlið sem Fréttablaðið og Vísir telja líklegt hjá ÍBV