Í dag fór Kjartan Vídó fyrir hönd hópsins Landeyjahöfn.is á nokkur ráðuneyti og færði ráðamönnum köku og hamingjuóskir í tilefni þess að 150 dagar eru síðan Herjólfur silgdi síðast til Landeyjahafnar líkt og við sögðum frá fyrr í dag.
Kjartan Vídó fór á eftirtalda staði; Vegagerðin 13:30 – Sigurður Ás Grétarsson tók við kökunni fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Innanríkisráðaneytið 14:00 – Starfsmaður Innanríkisráðuneytis tók við kökunni fyrir þeirra hönd
Alþingi 14:30 – Höskuldur �?órhallsson formaður Umhverfis- og samgöngunefndar tók við kökunni og hamingjuóskum frá okkur
Í fréttatilkynningu frá hópnum segir.
�??Allir þeir ráðamenn sem við hittum tóku vel í hvatninguna frá okkur og sýndu vilja til þess að leysa vandamál með samgöngur til og frá Landeyjahöfn. Við viljum benda þeim sem vilja að vandamál Landeyjahafnar verði leyst geta skráð sig á landeyjahofn.is og þannig sýnt okkur stuðning og samstöðu í verki.�??