Karlakór Vestmannaeyja er endurvakinn og kórstjórinn heitir �?órhallur Barðason, tónlistarkennari við Tónlistarskólann. Meðlimir eru rúmlega 40 talsins. Kórinn hefur þegar verið bókaður í dagskrá næstu �?jóðhátíðar. Halldór Halldórsson, einn kórfélaga tók þetta myndband á fyrstu æfingunni.
�?að eru liðin um 50 ár frá því karlakór var síðast starfræktur í Eyjum. Karlakór Vestmannaeyja var stofnaður 1941 og var fyrsti söngstjórinn Helgi �?orláksson, kennari og síðar komu fleiri söngstjórar, má þar nefna Ragnar G Jónsson, í Berghól, þá organista í Landakirkju sem tók við stjórn kórsins 1945, ári eftir að Helgi hætti. Fleiri stjórnendur komu við sögu og má þar nefna Guðjón Pálsson, píanóleikara og Leif �?órarinsson tónskáld, en Ragnar tók við stjórn Karlakórsins á ný 1958 og var stjórnandi fram yfir 1960 er hann flutti frá Eyjum og hætti starfsemi kórsins í kjölfarið.