Í gær var hið besta veður í Vestmannaeyjum, bjart, hafði lygnt mikið og var bara notalegt að vera úti við. Lögreglan var kölluð að Foldahrauni þar sem kveikt hafði verið í sinu nálægt húsum. Lögregla og Slökkvilið brugðust snöggt við og ekki varð tjón. Ekki þarf að hafa áhyggjur af sinueldum í Vestmannaeyjum í dag því nú liggur snjóteppi yfir Eyjum. Byrjaði að snjóa í gærkvöldi og hélst fram á morgun. Nú er svo jólalegt í lok apríl.