Nú er að bresta á að keppnistímabilið í Pepsídeildinni hefjist og fyrsti leikur karlaliðs ÍBV er sunnudaginn 3. maí gegn Fjölni á útivelli. Sunnudaginn 10. maí er svo fyrsti heimaleikur liðsins gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Undirbúningur liðsins hefur verið langur og strangur og leikmenn liðsins lagt mikið á sig í þeirri viðleitni að koma sem best undirbúnir til leiks. Leikmenn hafa nánast allir verið búsettir í Eyjum og það hefur gert undirbúning liðsins enn markvissari, auk þess sem þjálfari liðsins Jóhannes Harðarson er búsettur í Eyjum. Vel heppnuð æfingaferð til Spánar er nýlega að baki og þar gafst enn betri tími til að skerpa á hlutum og vinna betur í að skapa þá liðsheild sem þarf að einkenna lið ÍBV hverju sinni.

Eins og oft áður hafa orðið miklar breytingar á liðsskipan á milli ára og enn og aftur er ekki mikil bjartsýni sparkspekinga á gengi ÍBV. Hins vegar er það svo að sparkspekingar hafa engin áhrif á úrslit leikja, heldur leikmennirnir sjálfir hverju sinni. �?etta er því ekkert flókið, það er framlag leikmanna inni á vellinum sem ákveður úrslit leikja.

Leikmenn ÍBV gera sér fulla grein fyrir stöðu liðsins og að árangur kemur með mikilli vinnu, fórnfýsi hvers og eins og samheldni leikmanna í erfiðleikum. �?að þekkjum við Eyjamenn í gegnum tíðina og komandi keppnistímabil verður engin undantekning þar á.

ÍBV ætlar sér að ná mun betri árangri en á síðasta keppnistímabili, það er enginn vafi. Til þess að gera það mögulegt þá hjálpar okkur ekkert að horfa til þeirra leikmanna sem fóru frá liðinu. Við óskum þeim góðs gengis á öðrum vígstöðvum en einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru tilbúnir að fórna sér fyrir málstað ÍBV á komandi tímabili.

Sá þjálfari sem heldur um taumana er Jóhannes �?ór Harðarson, Jói Harðar, sem þekkir vel hugarfar sigurvegarans. Hann er tvöfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og hefur mikla og víðtæka reynslu frá sínum ferli sem þjálfari og leikmaður. Honum til aðstoðar er markamaskínan Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyji með stórt Eyjahjarta og margfaldur Íslandsmeistari. �?essir tveir mynda það tvíeyki sem vinnur að því markmiði að búa til öflugara ÍBV lið en undanfarin ár. Við treystum þeim félögum vel til verksins enda þekkja þeir vel hugarfar sigurvegarans.

Til liðsins hafa verið fengnir öflugir leikmenn til að mynda sterkari liðsheild og einnig til að skapa meiri breidd í liðinu. Avni Pepa kemur frá Noregi þar sem hann hefur leikið í úrvalsdeildinni um margra ára skeið. Avni er liðinu tvímælalaust mikill styrkur og mun efla varnarleik liðsins. Mees Siers kemur frá Hollandi og hefur leikið þar í næst efstu deild til margra ára, auk þess að hafa verið í herbúðum Sönderjyske á seinni hluta sl. tímabils. Mees leikur á miðjunni og hefur sýnt að þar er öflugur leikmaður á ferð. Tom Even Skogsruud kemur frá Noregi og er ungur leikmaður en hefur samt reynslu frá stærri liðum þar og á Bretlandi. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið nokkrar stöður sem gefur þjálfurum meiri möguleika. Einnig hafa komið til liðsins Hafsteinn Bríem, Aron Bjarnason og Benedikt Októ Bjarnason sem léku allir með Fram á sl. leiktíð. Hér eru á ferð allt góðir leikmenn sem hafa breikkað hópinn og eflt hann, og einnig standa vonir til að þeir muni sannarlega sýna hvað í þeim býr.

�?ó okkur hafi gengið ágætlega að fá liðsstyrk til liðsins þá má heldur ekki gleyma þeim leikmönnum sem eru til staðar. �?ar eru bæði eldri leikmenn með mikla reynslu sem og yngri leikmenn sem eru með hverju árinu að fá aukna ábyrgð í liðinu. Markvarðarstaðan er vel mönnuð hjá ÍBV með þeim Guðjóni Orra og Abel. Fyrirliði liðsins Andri �?lafsson er lykilmaður liðsins og mun mikið mæða á honum í sumar, enda hefur hann mikinn metnað fyrir hönd liðsins og stórt Eyjahjarta. Auk þess er heimamenn til staðar sem eru góðir leikmenn og verða einnig að stíga upp í að skapa þessa sönnu Eyjastemmingu. �?etta eru Víðir, Gunnar �?orsteins, Jeffsy, Gauti, Jonni og �?skar. Jonathan hefur sýnt það að hann er öflugur framherji og væntum við mikils af honum á komandi leiktíð. Hann átti frábæran seinni hluta á síðustu leiktíð og á enn inni í því að verða enn öflugari. Til viðbótar eru Bjarni Gunnars og Dominik Adams sem munu væntanlega fá aukið hlutverk í liðinu á leiktíðinni.

Við eigum enn inni einn besta leikmann liðsins til margra ára, Matt Garner sem er að jafna sig af erfiðum meiðslum. Matt leggur mikið á sig að ná fullum bata sem fyrst svo hægt verði að nýta krafta hans á leiktíðinni. �?að verður liðinu gríðarlegur styrkur þegar hann kemst á fullt en fram að því nýtum við reynslu Matt til að skapa stemming og góða liðsheild.

Svo má ekki gleyma ungu leikmönnunum sem eru að koma upp og munu á næstu árum verða lykilmenn í ÍBV-liðinu. �?etta eru leikmennirnir Hafsteinn Gísli og Devon Már sem hafa unnið sér fast sæti í æfingahópnum og eru framtíðarleikmenn liðsins. Spennandi verður að fylgjast með þeim í sumar enda báðir mjög góðir leikmenn þó ungir séu.

�?g hef fulla trú á þeim hóp sem stendur að ÍBV á tímabilinu og það er alveg ljóst að hin umtalaða Eyjagleði verður að skapa liðinu mörg stig í sumar til viðbótar við góða spilamennsku. Leikmenn þurfa að vera alveg einbeittir í því að leggja sig alla fram í öllum leikjum og gefast aldrei upp. Slíkt verður ekki til umræðu. Stemming, gleði og barátta er það sem á að einkenna lið ÍBV hverju sinni.

�?á er komið að þætti stuðningsmanna sem munu hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir liðið í sumar. �?flugur stuðningur verður að vera til staðar í öllum leikjum og þá sérstaklega á Hásteinsvelli þar sem við ætlum að búa til á ný algert vígi fyrir ÍBV. Sjálfstraust leikmanna á að verða það öflugt að þeim detti ekki til hugar að þeir tapi leikjum á Hásteinsvelli.

�?ú stuðningsmaður góður hefur heilmikið um að segja hvaða stemming verður á Hásteinsvelli í sumar. �?að munu verða hæðir og lægðir í leik liðsins og því er það okkar stuðningsmanna að hjálpa liðinu þegar slíkar aðstæður koma upp. Svo á þetta umfram allt að vera skemmtun og það verði spenningur fyrir öllum leikjum sumarsins. Knattspyrnuráð mun gera sitt í að stuðla að því að umgjörðin verði sem best og því verður Týssalurinn nýttur fyrir stuðningsmenn, fyrir leiki og í leikhléi. �?ar verður stemming og boðið um á veitingar, en nánar um það síðar.

Komum fagnandi í sumar og sköpum öflugum stuðning fyrir ÍBV, alltaf og alls staðar.

Með knattspyrnukveðju,

Ingi Sig.