Kínverskir skipasmiðir leggja kjöl að Breka VE núna í maímánuði og í júní eða í júlí verður komin mynd á skipið. Guðni Ingvar Guðnason, umsjónarmaður fasteigna og skipa Vinnslustöðvarinnar, er nýkominn heim frá Kína. Hann ræsti þar vél sem fór samstundis að skera stál í nýja skipið.
Breki verður systurskip togara sem smíðaður er á sama tíma í sömu skipasmíðastöð í Kína fyrir Hraðfrysthúsið Gunnvöru �?? HG.
Guðni og Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG, fengu þann heiður á dögunum að ræsa skurðarvél og fylgdust síðan með henni sníða fyrsta stálið í íslensku skipin. �?ar með hófst hin eiginlega skipasmíði en fram að því hafði staðið undirbúningur verkefnisins, hönnun og margvísleg tæknivinna. Guðni segir að í upphafi verði settir saman sextán hlutar skipsins og í sumar verði þeir síðan soðnir saman í eina heild. Að því búnu sé komin raunveruleg mynd á skipin.
Gert er ráð fyrir að Breki komi til Eyja frá Kína um mitt ár 2016. Í verksamningum er gert ráð fyrir að íslensku skipin tvö verði afhent með þriggja mánaða millibili en líklegt er að breyting verði þar á þannig að skipin fylgist að í smíðinni frá upphafi til enda og verði afhent samtímis.
VSV.is greindi frá