�?essa stundina eru þrjú skip að dæla í Landeyjahöfn og aðstæður eins góðar og þær geta orðið, �?lduhæð um og innan við einn meter. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er stefnt á að opna Landeyjahöfn á föstudaginn þann fyrsta maí gangi allt að óskum.
Veður og ölduspá er hagstæð næstu daga nema að ölduhæð gæti farið upp undir þrjá metra um helgina en svo strax niður aftur. Veðurspá til áttunda maí lítur vel út þannig að útlit er gott náist að opna höfnina. Eru Eyjamenn orðnir langeygir eftir að Herjólfur fari að sigla í Landeyjahöfn enda um 160 dagar síðan hann sigldi þanngað síðast.