Grótta sigraði ÍBV, 34-21 í Eyj­um í dag í undanúr­slit­um um Íslands­meist­ara­titil­inn í hand­knatt­leik kvenna. Með sigrinum knúðu Gróttustelpur fram oddaleik. Mikilfjöldi fólks var á leiknum og var gamli salurinn troðfullur.
Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins, Grótta skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi leikinn framan af. ÍBV náði að jafna leikinn og komast yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Kristrún �?sk Hlynsdóttir skoraði sjöunda mark ÍBV. Grótta jafnaði strax og komst yfir á nýjan leik og lét þá forystu aldrei af hendi. Grótta fór að taka öll völd á vellinum og staðan í hálfleik var 18-13.
Grótta hélt áfram að spila góða vörn og uppskar auðveld mörk í kjölfarið. Grótta hélt ÍBV algjörlega niðri og eftir 20. mínútur í síðari hálfleik hafði ÍBV aðeins skorað þrjú mörk síðan í hálfleik. Sigur Gróttu virtist aldrei vera í hættu og lokatölur voru 34-21. Lykilmenn liðsins voru ekki að spila nógu vel í dag og virtist lítið ganga upp hjá liðinu.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Drífa �?or­valds­dótt­ir 5, Ester �?skars­dótt­ir 5, Telma Silva Amado 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Vera Lopes 1, Arna �?yrí �?lafsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 1 og Elín Anna Baldursdóttir 1.
Odda­leik­ur­ liðanna fer fram á laug­ar­dag­inn kl. 16 í Hertzhöll­inni á Seltjarna­nesi og þurfa stelpurnar á öllum þeim stuðningi að halda.