Ljóst er að Herjólfur mun ekki sigla sína fyrstu ferð til Landeyjahafnar á þessu ári á morgun eins og vonir hafa verið uppi um, en höfnin er ekki enn komin í fulla dýpt. �?etta segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni í samtalið við mbl.is.
Skipið sigldi síðast þangað 30. nóvember í vetur þannig að frátafirnar eru orðnar fimm mánuðir. �??Við vorum að vonast til þess að þetta næðist fyrir helgi en það lítur allt út fyrir að það verði ekki fyrr en um helgina. Við bindum vonir við að það gangi upp,�?? segir hann í samtali við mbl.is.
Dýpið í höfninni er þó orðið nægilega mikið fyrir farþegaferjuna Víking sem hefur siglt á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja alla vikuna.