Fyrsti maí, Baráttudagur verkalýðsins eru að þessu haldinn í skugga kjaradeilna og verkfallsaðgerða sem hófust í gær með því að vinna var lögð niður frá hádegi til miðnættis. Dagskráin í Vestmannaeyjum verður hefðbundin. Baráttufundur með kaffisamsæti í boði stéttarfélaganna verður í Alþýðuhúsinu kl. 15.00. Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags flytur 1. maí ávarpið og Tónlistarskólinn sér um tónlist. Má búast við fjölmenn ekki síst vegna stöðunnar í kjaradeilunum.
Aðalfundur félagsins var haldinn í vikunni og var hann fjölmennur. Myndin er frá fundinum sem haldinn var í Svölukoti.