Í dag hefst Pepsi deild karla með fjórum leikjum. ÍBV mætir Fjölnir klukkan 17:00 í Grafarvogi. ÍBV mætir með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili og með nýja menn í brúnni, því verður mjög áhugavert að sjá hvernig liðið kemur til með að líta út í dag. Margir spámiðlar hafa spáð ÍBV falli úr deildinni og vilja strákarnir sanna að það verði ekki rauninn.
Í síðasta tölublaði Eyjafrétta birtist viðtal við Jóhannes Harðarson, þjálfara ÍBV og var hann mjög spenntur fyrir komandi sumri. �??Sumrið leggst ákaflega vel í mig, það er búin að vera góður stígandi að undanförnu og veturinn hefur verið ágætur fyrir utan dapran mars mánuð. �?g er mjög ánægður með liðið upp á síðkastið þar sem við höfum verið að bæta okkur og efla,�??
Nú eru margir spámiðlar að spá ykkur falli, hver er þín skoðun á því? �?? �?g hef enga skoðun á því, mér er alveg sama hvað aðrir halda og finnst um liðið. Margir vita lítið um okkur, hverjir séu okkar styrkleikar og veikleikar. Miklar breytingar hafa orðið frá því í fyrra og ég held að menn hafi litla þekkingu á nýju leikmönnunum og hvernig þeir komi til með að vera. Spárnar munu ekki hafa áhrif á okkur, við höfum trú á liðinu og ég tel að það muni heldur efla okkur en að draga okkur niður.�?? sagði Jóhannes en hann er mjög spenntur fyrir sumrinu.
�??�?g er mjög bjartsýn og ég held að við getum staðið okkur vel. Í sumar verða jafnir og erfiðir leikir, það engin spurning. �?g tel að það sé erfitt að spá fyrir um hvaða lið blandi sér í toppbaráttuna ásamt FH, Stjörnunni og KR. Sömuleiðis verður erfitt að átta sig á hvaða lið eigi eftir að vera á botninum.�??