Eimskip hefur fest kaup á öllu hlutafé Sæferða ehf.

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé fyrirtækisins Sæferða ehf. í Stykkishólmi. Rekstur Sæferða er í sjótengdri ferðaþjónustu þar sem félagið rekur skipin Baldur og Særúnu á Breiðafirði. Með kaupum á Sæferðum er Eimskip að stíga ákveðin skref í að styrkja starfsemi sína í sjótengdri ferðaþjónustu, en félagið hefur á undanförnum árum rekið ferjuna […]

Dagskrá ítalskra daga í Vestmannaeyjum

Í vikuni munu standa yfir ítalskir dagar en Einar Björn Árnason og Sigurjón Aðalsteinsson hafa síðustu vikur skipulagt þessa hátíð og er dagskráin sem hér segir: Fimmtudagur 7. maí Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona ásamt Svetlönu Makedon, píanóleikara munu halda óperutónleika til stuðnings Eyjarós krabbavörn í Vestmannaeyjum, í safnaðarheimili Landakirkju. Efnisskrá tónleikana verður mjög fjölbreytt, en […]

Morgunverðarfundur Íslandsbanka

Nýverið gaf Íslandsbanki í fyrsta skipti út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. �?að er okkar von að skýrslan sé gagnleg og góð viðbót við umfjöllun um ferðaþjónustu á Íslandi og nái markmiði sínu, að gera lesendur fróðari um þessa mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein þjóðarinnar. Af þessu tilefni er það okkur sönn ánægja að bjóða þér […]

Húrra fyrir hetjum Landeyjahafnar

Fyrst aðeins að grein minni í 1. maí blaði Eyjalistans. �?ar m.a. kemur fram að sé horft til næstu 30 ára með Landeyjahöfn eins og hún er í dag, þá muni hún að öllum líkindum vera búin að kosta ríkið 50 til 60 milljarða og samt með sömu og/eða svipuð vandamál og í dag. Varanleg […]

Á þá verður að hlusta

Um helgina tjáðu sig tveir skipstjórar sem siglt hafa til Landeyjahafnar þegar hún hefur verið opin. Annarsvegar var það hinn reyndi skipstjóri Herjólfs , Steinar Magnússon sem senn nær þeim áfanga að sigla ferjunni í 3000 ferðum og hinsvegar skipstjóri Víkings, Sigurmundur Gísli Einarsson sem á að baki flestar ferðir það sem af er ári […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.