Í vikuni munu standa yfir ítalskir dagar en Einar Björn Árnason og Sigurjón Aðalsteinsson hafa síðustu vikur skipulagt þessa hátíð og er dagskráin sem hér segir:
Fimmtudagur 7. maí
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona ásamt Svetlönu Makedon, píanóleikara munu halda óperutónleika til stuðnings Eyjarós krabbavörn í Vestmannaeyjum, í safnaðarheimili Landakirkju. Efnisskrá tónleikana verður mjög fjölbreytt, en hún spannar frá íslenskum sönglögum til fjörugrar Napólí tónlistar.
Við hvetjum alla unnendur klassískrar tónlistar til að flykkja sér á tónleikana og styrkja í leiðinni gott málefni.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er miðaverð 2.500 kr. Miðasala fer fram í Eymundsson og við innganginn. Einnig er hægt að hringja í Karólínu í síma 661-2845 og panta miða.
Allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur til Eyjarósar krabbavörn í Eyjum.
Föstudagur 8. maí
Einsi kaldi í samstarfi við ítölsku meistarakokkana, Michele Mancini og Claudio Savini bjóða upp á ekta 7 rétta ítalska matarupplifun. �?essi viðburður er eitthvað sem sannir sælkerar og áhugafólk um mat og matarmenningu mega ekki láta fram hjá sér fara. Alberto di Cappa ferðamálafrömuður ásamt Höllu Margréti Árnadóttur óperusöngkonu munu kynna réttina fyrir matargestum, auk þess að veita fólki innsýn í matarvenjur Ítala.
�?að eina sem Einsi telur að geti spillt gleðinni í eldhúsinu er að hann heldur með Inter Milan á meðan ítölsku meistarakokkarnir styðja Juventus, en hann stefnir á að halda friðinn a.m.k. fram yfir kvöldverðinn.
�?rátt fyrir að mateiðslumeistararnir noti trufflur og truffluafurðir (meðalverð á hvítri Alba vetrartrufflu er 1.500 dollarar fyrir 100 grömm eða rétt tæpar 200 þúsund krónur) í nokkra rétti þá ætlar Einsi að halda verðinu á matseðlinum í algjöru lágmarki, eða 8.900 kr fyrir manninn. Verð með 4 glösum af sérvöldum ítölskum vínum er 15.700 kr. Hægt er að tryggja sér borð á þessa einstöku upplifun með því að hringja í 481-1415, eða með því að senda okkur skilaboð á facebook síðu okkar Einsi Kaldi�?
Laugardagur 9. maí
Í Eldheimum munu Alberto di Cappa, ferðamálafrömuður og Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona standa fyrir Ítalíukynningu. Í viðleitni sinni til að koma boðskapnum á framfæri, þá ætla þau vinirnir að styðjast við myndbönd söng, skype og auðvitað eigin rödd.
Kynningin hefst kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis.