Um eitt leytið í dag var haft samband við Björgunarfélag Vestmannaeyja og þeir félagar beðnir um að aðstoða bíl ferðamanna sem höfðu fest sig í sandinum á veginum fyrir neðan Eldfell. Björgunarfélagið vill vara fólk við að vikurinn á þessum vegi er frekar mikill eftir rokið í vetur og er hann frekar laus og auðvelt að festa sig í honum.
Með fréttinni fylgja myndir frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja en þær birtustu ásamt fréttinni á heimasíðu félagsins. 1918.is