Eftir að hafa gengið í 28 daga lauk Eyjamaðurinn Stefán Sigurðsson ferð sinni um Jakobsveginn. Hann hóf ferðina í borginni Biarritz í Suðvestur Frakklandi og gekk þaðan yfir Pírenafjöllin í suður, yfir til Spánar. �?aðan gekk hann í vestur eftir norðanverðum Píreneaskaganum og til lokaáfangastaðarins, borgarinnar Santiago de Compostella sem er rétt norðan við landamærin að Portúgal.
Ekki lét hann þar við sitja heldur gekk alveg út að Atlantshafinu og var það alveg stórkostleg sýn að hans sögn. �??Eftir það hélt ég aftur til Santiago de Compostella og lauk þar ferðinni. Í upphafi hafði ég reiknað með að ganga þessa 904 km á 30 til 35 dögum, en lauk þessu aðeins á 28 dögum sem er töluvert afrek,�?? sagði Stefán.
�?að sem gerði honum ferðina svo auðvelda var gott viðmót heimafólks og frábærir göngufélagar allstaðar af úr heiminum sem hann kynntist á leiðinni. Einnig segir Stefán að hugur hans og líkami hafi unnið heilshugar að þessu verkefni og ekki hafi hvatningarorðin og kveðjurnar heiman frá á meðan á göngunni stóð skemmt fyrir. Stefán þakkar öllum sem stuðning veittu kærlega fyrir.
Eins og þeir vita sem fylgst hafa með, hét Stefán á félagið Eyjarós, Krabbavörn í Vestmannaeyjum 1 krónu fyrir hvern kílómetra sem hann gekk og skoraði á aðra að gera að minnsta kosti slíkt hið saman. �?ví er meðfylgjandi reikningsnúmer Eyjarósar, Krabbavarnar í Vestmannaeyjum sem er 0582-26-2000 og kennitalan 651090-2029.