�?ann 9. maí næstkomandi mun eiga sér stað stórviðburður í almenningsíþróttum í Vestmannaeyjum. �?á munu um 60 Metabolic iðkendur æfa saman í stórbrotnu umhverfi Eyjanna. Um 30 iðkendur eru í Eyjahóp Metabolic, um 20 manns koma frá Árbæ í Reykjavík og um 10 frá Selfossi. Munu iðkendur nýta hina náttúrulegu krefjandi æfingaaðstöðu sem landslagið í Vestmannaeyjum býður upp á.
�?jálfarar eru þrír; �?órsteina Sigurbjörnsdóttir með Eyjahóp, Eygló Egilsdóttir, frá Vestmannaeyjum, dóttir Egils Jónssonar og Helenu Weihe með hóp frá Árbæ og Ásta Björk Pálsdóttir með hóp frá Selfossi.
�?fingin fer fram á Skansinum þann 9. Maí kl 11:30 og stendur yfir í tæpa klukkustund.
Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta birtist viðtal við Eygló Egilsdóttur og hér fyrir neðan má sjá brot úr því
Aðspurð um hvers vegna Vestmannaeyja hafi orðið fyrir valinu er svarið einfalt. �??�?ar sem ég er frá Eyjum vildi ég auðvitað fá hópinn minn heim. �?g vildi kynna fyrir þeim þennan fallega og sérstaka stað. Metabolicþjálfarinn í Eyjum, hún �?órsteina, tók mjög vel í hugmyndina og var alveg tilbúin að fá okkur öll í heimsókn. Svo má ekki láta það ónefnt að ég er með tvo öfluga brottflutta Eyjamenn í mínum hóp. �?au hafa öðrum fremur hvatt til ferðarinnar og hjálpað til við að byggja upp stemminguna auk þess að hafa tekið að sér mest af skipulagsvinnunni fyrir allan hópinn. �?etta verður svo auðvelt þegar margir hjálpast að,�?? sagði Eygló en rúmlega þriðjungur hópsins úr Árbæ ætla að koma til Eyja. �??�?g held ég geti fullyrt að öllum fannst hugmyndin skemmtileg og frumleg. Hver vill ekki fara í íþróttaferðalag til Eyja? Við höfum verið að tala um þessa ferð síðan í september í fyrra og alltaf magnast spennan. �?egar kom að því að skrá og bóka í gistingu, þá kom í ljós að rúmlega þriðjungur hópsins í Árbæ er að koma til Eyja og ætla að gista eina nótt. Síðastliðið haust forum við heimsókn á Selfoss og buðum þeim að koma með okkur og fjórðungur iðkenda þaðan ætlar að koma.�??