Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fékk viðurkenningu sem hástökkvari ársins í könnuninni Stofnun ársins 2015 í Hörpunni síðast liðinn fimmtudag.
Á heimasíðu SFR kemur fram að Könnuninn er lögð fyrir félagsmenn samtakanna í febrúar. Enn fremur segir �??könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi stofnunarinnar og starfsánægju. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. �?að er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.�??
Hástökkvarar ársins voru eftirtaldir
– Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
– Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
– Minjastofnun Íslands