Næstkomandi föstudag tekur gildi sumaráætlun Herjólfs. Í ár, eins og áður verða nýjir brottfaratímar allar ferðir nema fyrstu ferðir frá Eyjum að morgni 08:30 og síðustu ferð frá Landeyjahöfn að kveldi 22:00.
Sem fyrr eru í reglulegri áætlun sigldar 34 ferðir í viku, fimm ferðir alla daga nema þriðjudaga þegar sigldar eru fjórar ferðir.
Ný áætlun gefur möguleika á að sigla 6. ferðina án þess að það raski öðrum brottfarartímum dagsins og mun það verða gert eitthvað í sumar, nánar um það síðar.
Breytingin er gerð með vitund Strætó og í samræmi við þessa áætlun þeirra. Við hvetjum farþega Herjólfs til þess að nýta sér frábæra þjónustu Strætó milli RVK og LAN og víðar auðvitað.
Án þess að spilla gleðinni mikið þá minnum við á að ef ófært er til Landeyjahafnar og útlit fyrir að svo verði heilan dag mun Herjólfur sigla til �?orlákshafnar.