Á vegum Visku er að ljúka hópverkefninu Sagan á bak við myndina sem hófst í lok apríl sl. Alls tók 15 til 20 manna hópur áhugafólks, grúskara og ljósmyndara þátt í verkefninu og var farið yfir liðlega 150 ljósmyndir. Eru flestar þeirra frá 1890 til dagsins í dag þó eldri myndir séu í meirihluta. Tveimur sýningum af þremur er lokið en það þriðja verður í kvöld í Einarsstofu þar sem Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld er í aðalhlutverki.
Sýningin verður frá kl. 19.30 -22.00 í kvöld í Einarsstofu í Safnahúsinu. �?ar verða birtar á stóru tjaldi liðlega 250 ljósmyndir sem Sigurgeir hefur tekið á löngum ferli og kennir þar margra grasa. Náttúrulífs- og mannamyndir ásamt fjölbreyttri flóru mynda úr atvinnu- og menningarlífi í Eyjum í hálfa öld. Myndakvöldið í Einarsstofu er sameiginlegt verkefni Safnahúss og Visku og eru allir velkomnir. �?etta er einstæð sýning hjá Sigurgeiri og þó hún spanni aðeins yfir örlítið brotabrot af ljósmyndum hans segir hún ákveðna sögu í þróun byggðar og mannlífs í Eyjum. Auk Sigurgeirs munu Arnar Sigurmundsson og Kári Bjarnason koma að kynningu á sýningunni.