Tónlistarmaðurinn Skúli mennski (Skúli �?órðarson) skipuleggur stóra tónleikaröð sem mun fara fram annan hvern miðvikudag á Slippnum í allt sumar og auk annarra viðkomustaða á landsbyggðinni. Fyrstu tónleikarnir á Slippnum hefjast miðvikudaginn 13.maí og Skúli ætlar sjálfur að ríða á vaðið og taka með sér Hjört Stephensen gítarista og Eirík Rafn Stefánsson trompetleikar
�??Mig langar og hefur lengi langað að finna flöt á því að þvælast með tónlistamenn um sveitir landsins, mig, mína eigin hljómsveit og aðra. Að eiga samstarf við valda staði eins og til að mynda Slippinn gerir tónlistarmönnum fært að taka litla tónleikarúnta um landið. Uppröðun sumarsins er alveg að verða klár og mikið af efnilegum og frambærilegum tónlistarmönnum munu taka þátt í tónleikaröðinni. Fasti punktur ferðalaganna og eiginlega grunnur til að byggja á verður á miðvikudagskvöldum í Eyjum aðra hverja viku, miðvikudagur til þess að tengja listamanninn inn í langa helgi.�?�
Skúli mennski hefur verið mjög virkur í íslenskri tónlistarsenu og á síðustu 5 árum hafa komið frá honum fimm plötur. Nú síðast Tíu ný lög sem gætu breytt lífi þínu í engri sérstakri röð. Platan hefur fengið afbragðs dóma og lagið Sekur hefur setið á vinsældarlista rásarinnar í sex vikur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og enginn aðgangseyrir.