Á hverju ári er áfangi í Háskóla Reykjavíkur sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Eyjamærinn Adda Dís Guðmundsdóttir er í einum af mörgum hópum áfangans en með henni í hóp eru þær Helena Rós Gilbert, Hildur Eva �?marsdóttir, Hrefna Rós Hlynsdóttir, Júlíana M. Sigurgeirsdóttir, Margrét Birgitta Davíðsdóttir
Við fengum �?ddu Dís aðeins til að segja okkur frá verkefninu sem þær vinna að. �??Við ákváðum að vinna með fræðandi skemmtiefni fyrir börn um nótur og tónlist þar sem okkur fannst vöntun á uppbyggilegu efni fyrir börn um tónlist. Í viðtölum sem við höfum tekið kemur það bersýnilega fram að fólki finnst nótur flóknar og óskiljanlegar.�??
Upphaflega fékk �?lafur Reynir Guðmundsson hugmydina og gaf hann okkur leyfi á að betrumbæta hana og útfæra á okkar hátt.
Hugmyndin er í grunninn sú að láta nótur lifna við og kynna þær á þann hátt sem að lýsir eiginleika þeirra. Allar nóturnar eru í sitthvorum litnum og bera nafn sem endurspeglar þær t.d. er Herra Hraði t.a.m. 36 parts nóta sem er spiluð hratt.�??
�??Tilgangur verkefnisins er að kynna tónlistar- og nótnaheiminn á aðgengilegan og skemmtilegan hátt svo öll börn geti átt kost á því að kynnast grunninum af tónlist og nótum án þess að þurfa að fara í tónlistanám, eða jafnvel vekja áhuga þeirra á tónlistanámi.
Tilgangur verkefnisins er einnig að tengja nótur inn í samfélagslegann búning og sýna fram á að samfélag saman standi af ólíkum einstaklingum sem mynda eina heild líkt og lag sem samanstendur af ólíkum nótum, allir hafa sitt hlutverk.�??
Verkefnið er ennþá á þróunarstigi þó svo að mest öll hugmyndavinna sé vel á veg komin. Aðal persónur hugmyndarinnar eru nú þegar tilbúnar og var það Kristinn Pálsson sem teiknaði þær og útfærði í mismunandi litum. Hugmyndavinnan að snjallforritinu er á lokastigi.
Stelpurnar eru búnar að útbúa samstæðuspil sem er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. �?að inniheldur einnig fróðleik um hverja nótu þar sem hægt er að kynnast nótunum og tilgang þeirra betur.