Vinnslu­stöðin hef­ur keypt upp­sjáv­ar­skip­in Faxa RE 9 og Ing­unni AK 150 ásamt 0,6763463% afla­hlut­deild í loðnu af HB Granda. �?etta kem­ur fram í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar­inn­ar í kvöld.
�?ar seg­ir að heild­ar­samn­ings­verðið sé 2.150 millj­ón­ir króna. Samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um samþykki stjórna fé­lag­anna og ástands­skoðun.
Vinnslu­stöðin hf. í Vest­manna­eyj­um er meðal öfl­ug­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins. Fyr­ir­tækið er stærsti vinnustaður­inn í Eyj­um með um 250 fa­stráðna starfs­menn og fjölda fólks í tíma­bundn­um verk­efn­um eða störf­um.
Vinnslu­stöðin hef­ur gert út níu skip til upp­sjáv­ar-, tog- og neta­veiða.
Mbl.is greindi frá