Vinnslustöðin hefur keypt uppsjávarskipin Faxa RE 9 og Ingunni AK 150 ásamt 0,6763463% aflahlutdeild í loðnu af HB Granda. �?etta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar í kvöld.
�?ar segir að heildarsamningsverðið sé 2.150 milljónir króna. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna og ástandsskoðun.
Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum er meðal öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Fyrirtækið er stærsti vinnustaðurinn í Eyjum með um 250 fastráðna starfsmenn og fjölda fólks í tímabundnum verkefnum eða störfum.
Vinnslustöðin hefur gert út níu skip til uppsjávar-, tog- og netaveiða.
Mbl.is greindi frá