Í kvöld verður blásið til tónlistarveislu á Háaloftinu í Vestmannaeyjum til minningar um �?skar �?órarinsson, skipstjóra og jassgeggjara sem lést 2. nóvember 2012. �?skar �?órarinsson eða �?skar á Háeyri eins og hann var kallaður, fæddist í Vestmannaeyjum 24. maí 1940 og hefði því orðið 75 ára núna um hvítasunnuna. �?skar var mikill áhugamaður um tónlist og þeir sem muna eftir Skansinum í gamla daga muna eftir þeim félögum, �?skari, Torfa Haralds, Pálma Lór sjálfum og öðrum jassgeggjurum og þeim uppákomum sem þeir stóðu fyrir á Skansinum.
Ein allra stærsta stundin var þegar Pálmi Lór, með aðstoð félaga sinna, fékk hljómsveitina Mezzoforte til að koma og spila á Jazz- og blueskvöldi á Skansinum, ásamt Pálma Gunnarssyni, sem þá var með húsband á Skansinum og geymdi ekki ómerkari liðsmenn en Ragga Gösla á trommur, Steina Magg á gítar, Gumma Ben á hljómborð og Pálma Gunn á bassa. �??Í þennan föngulega hóp bættist svo Guðmundur heitinn Ingólfsson píanóleikari. �?etta kvöld er eitt flottasta jazz, blues og jammsessionkvöld sem haldið hefur verið á Íslandi og þeir sem upplifðu lokin á þessu kvöldi, þegar menn fóru á svið og spiluðu hver í kapp við annan geta væntanlega enn lýst tilfinningunum sem leystust úr læðingi neðst á Heiðarveginum þetta kvöld,�?? segir í frétt um tónleikana.
�?skar var félagi í Jassvakningu frá stofnun félagsins og einn öflugasti stuðningsmaður jassins á Íslandi, sannur jassgeggjari, unnandi lista, maður sem kunni að gleðjast og gleðja aðra. Á �?skarshátíðinni þann 22 maí, koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er Pálma Gunnarssyni bassaleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara, Birgi Baldurssyni trommara og Edvard Lárussyni. Miðasala á þennan einstaka viðburð hefst miðvikudaginn 15. maí í Tvistinum. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) hjá Einsa kalda í s. 698-2572 Húsið opnað kl. 18:00 fyrir matargesti. Kl. 20:00 fyrir tónleikagesti. Tónleikar hefjast kl. 21:00