Strákarnir okkar í meistaraflokki ÍBV voru mjög nálægt því að sækja stig í Frostaskjólið í gær. Leikskipulagið gekk fullkomlega upp en eftir klaufamistök skoruðu KR-ingar eina markið í leiknum.
Fyrir leikinn bjuggust ekki margir við sigri ÍBV en eftir fyrri hálfleikinn voru Eyjamenn alveg eins líklegir til þess að skora mark. Eftir mislukkað úthlaup Guðjóns Orra Sigurjónssonar, sem átti góðan leik, skoruðu KR-ingar sigurmarkið.
ÍBV er því enn á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur ÍBV er á sunnudaginn klukkan 17:00 gegn Víkingum.