Atlantsflug var stofnað árið 2004 til að bjóða upp á flugþjónustu fyrir ferðamenn sem sækja landið heim. Atlantsflug gerir út 3 starfstöðvar sem eru á Reykjavíkurflugvelli, í Skaftafelli og á Bakka flugvelli.
Atlantsflug hefur í dag 3 flugvélar í rekstri og þar af eru tvær þeirra tveggja hreyfla Piper PA31 flugvélar sem taka annars vegar 8 farþega og svo 6 farþega miðað við að tveir flugmenn séu í áhöfn. �?nnur þeirra er Vestmannaeyjingum vel kunn í leigu og sjúkraflugi út frá Vestmannaeyjum í gegnum árin. �?á er félagið með mjög öfluga einshreyfils flugvél sem tekur allt að 6 farþega og er hugsuð til að þjóna suðurlandi.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa verið í samgöngumálum milli lands og eyja viljum við leggja okkar að mörkum með því að fullkanna þann möguleika að halda flugleiðinni Vestmannaeyjar �?? Bakki opinni allt árið um kring.
Til að skapa þann grundvöll sem þarf til að halda þessari flugleið opinni verður það að gerast í samvinnu við fyrirtæki og hagsmunaaðila í Vestmannaeyjum.
Við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki og hagsmunaðilar á svæðinu sameinist í gerð samnings við okkur um nýtingu á 5000 sætum á 12 mánaða tímabili. Með tilkomu svona samnings er verið að tryggja fasta viðveru og þjónustu á þessari flugleið sem opnar þá fyrir enn einn valmöguleika fyrir þá sem þurfa að fara á milli Eyja og lands. Svo dæmi séu tekin þá sýna kannanir að meirihluti ferðamanna sem koma til Vestmannaeyja eru dagsferðamenn eða um 75%, sem skildu eftir sig 1,9 milljarða í Vestmannaeyjum.
Á móti kemur að Atlantsflug gerir Vestmannaeyjar að aðal starfsstöð á suðurlandi í stað Bakkaflugvallar í dag. Atlantsflug staðsetur flugvélar í Vestmannaeyjum allt árið um kring ásamt flugmönnum. Félagið staðsetur í Vestmannaeyjum tveggja hreyfla flugvél til að nota á flugleiðinni sem tryggir fleiri flugdaga. Með staðsetningu flugvélar og flugmanna í Vestmannaeyjum opnast nýjir möguleikar fyrir heimamenn og það sem er meira vert er að valmöguleikar aukast.
Með þessu bréfi köllum við eftir því hvort áhugi sé fyrir hendi meðal fyrirtækja og hagsmunaaðila í Vestmannaeyjum um að halda þessari flugleið opinni og hvetjum þá sem vilja vinna þetta með okkur að hafa samband símleiðis í 854-4105 eða með því að svara þessum tölvupósti frá okkur.