Eitt þekktasta kennileiti Vestmannaeyja er kletturinn sem rís upp af Kapplagjótu og myndar vestasta odda norðurfjalla Heimaeyjar sem skapar umgjörðina um Herjólfsdal sem er einstök náttúrusmíð. Dranginn sem gengur út í sjó er eins og fíll að sjá með ranann ofan í sjónum. Er hann að stórum hluta úr stuðlabergi sem mynda eins og rósettu í berginu. �?trúlega fallegt að sjá í góðu veðri.
Í nótt hrundi úr rósettunni, einhverjir tugir fermetra og tonninn gætu skipt tugum ef ekki hundruðum. Skruðningarnir voru það miklir að vitað er um fólk í nálægum húsum sem vaknaði. Myndirnar tók �?skar Pétur í morgun og ljósi bletturinn er það sem hrundi úr berginu.