Í nótt var handsalaður samningur við Samtök atvinnulífsins um kjarasamning til rúmlega þriggja ára en skrifað verður undir hann seinna í dag.
Drífandi mun halda kynningarfundi um samninginn mjög fljótlega og verður kynningarefni útbúið næstu daga. Nær samningurinn til allra félagsmanna Drífanda á almenna vinnumarkaðinum í Eyjum auk þess sem laun munu hækka í bræðslunum.
Næst á dagskrá er að semja fyrir starfsmenn hjá Vestmannaeyjabæ og hjá ríkisstofnunum.
Um helgina verða tilkynnt um helstu punkta samningsins. Eftir kynningarfundi Drífanda mun samningurinn fara í almenna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.