Nýtt snjallforrit, Eyja appið, hefur verið sett í loftið. Í Eyja appinu er hægt að finna upplýsingar um afþreyingu, verslanir, veitingar, þjónustu, gistingu, áhugaverða staði, tilboð o.fl. í Vestmannaeyjum.
Snjallforritið hentar einstaklega vel þeim sem heimsækja Vestmannaeyjar sem og heimamönnum sjálfum. Snjallforritið sýnir hvaða þjónusta og verslun er í boði í Eyjum, hvað sé um að vera í Eyjum hverju sinni, sem og hvað unnt er að hafa fyrir stafni þar. Snjallforritið er líka tilvalið fyrir gesti íþróttamóta, Goslokahátíðar, �?jóðhátíðar og annarra viðburða en þar er hægt að finna dagskrá viðburða sem og ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar.
Snjallforritið var opinberlega sett í loftið 1. júní 2015 en þegar hafa fjölmargir halað því niður í símana sína. Forritið er einkaframtak tveggja Eyjapeyja, þeirra Ragnars Ragnarssonar og Zindra Freys Ragnarssonar en einnig kemur Eyjaaðdáandinn, Laila Sæunn Pétursdóttir, að appinu.
Appið er núþegar fáanlegt í Apple Store og Google Play. Facebook síða snjallforritsins er: https://www.facebook.com/eyjaappid og er hægt að hala því einnig niður með því að nota QR kóðann sem fylgir hér með.
Aðstandendur Appsins vilja líka benda skipuleggjundum atburða sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum að hafa samband í gegnum Facebook síðuna https://www.facebook.com/eyjaappid eða á [email protected] og þá er hægt að setja atburðinn inn á snjallforritið
Allar nánari upplýsingar veita:
Laila Sæunn Pétursdóttir, s. 693 0175 – [email protected]
Zindri Freyr Ragnarsson, s. 863 1285 – [email protected]
Ragnar Ragnarsson, s. 849-1159 – [email protected]