Tímabilið fór ekkert alltof vel af stað hjá strákunum í meistaraflokki karla. Liðið hirti aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum, þar mættum við liðum á borð við Fjölni, Fylki og Leikni. Einnig mættum við þó Íslandsmeisturum Stjörnunnar og bikarmeisturunum í KR.
Á miðvikudaginn mætir liðið Létti í Borgunarbikarnum, fyrirfram mætti búast við léttum leik gegn Léttismönnum. ÍR-ingar voru þó slegnir úr leik í síðustu umferð gegn Létti, til gamans má geta að Léttir er einmitt varalið ÍR-inga.
Á sunnudaginn er þó gríðarlega mikilvægur leikur í Pepsi-deildinni gegn Keflvíkingum. Líkt og Eyjamenn hafa Keflvíkingar byrjað verr en margir héldu og þurfa nauðsynlega á stigum að halda. �?tli ÍBV sér einhverja hluti í deildinni verður liðið að sækja til til Keflavíkur.
Leikur ÍBV gegn Víkingi í gær hafði upp á mikið að bjóða en bæði lið sýndu sóknarbolta. ÍBV kláraði leikinn á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik eftir að Víkingar höfðu legið í sókn fyrstu mínúturnar. Mörk frá Hafsteini Briem, Aroni Bjarnasyni og Jonathan Glenn kláruðu leikinn.
Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, átti dapran dag. Hann dæmdi tvö víti í leiknum sem hefðu ekki átt að vera víti og sleppti því að dæma víti, þar sem hann hefði átt að flauta.
ÍBV lyfti sér af botninum og upp í 11. sæti deildarinnar með sigrinum í gær en kemst líklegast upp úr fallsæti með sigri í Keflavík.